Heimasíða Hrafnhildar
Home | ÁTVR-útilega 2004 | Bumbulína | Sumarið 2003 | Me,Myself and I | Stelpurnar | Djammið | Ískaldir | Súkkulaði | Spakmæli vikunnar
Súkkulaði

perter.jpg
Þokkalegur súkkulaðipinni

Hmmm....  hvort er betra súkkulaði.. eða sex ???

 

19 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf:

 

1. Þú getur fengið súkkulaði.
2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
3. Súkkulaði fullnægir, meira að segja þegar það er orðið mjúkt.
4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
6. Þú getur fengið þér súkkulaði meira að segja fyrir framan mömmu þína.
7. Ef þú bítur of fast í hneturnar þá kvartar súkkulaðið ekki.
8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði án þess að vera kölluð klúrum nöfnum.
9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
10. Þú getur fengið þér súkkulaði við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélugunum í uppnám.
11. Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera löðrungaður.
12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum

flassari.gif

SÆLKERI

Marssósa

2,5 dl. rjómi

100 gr. rjómasúkkulaði

2 stk. mars

Aðferð
Brytjið rjómasúkkulaðið og marsið. Hellið örlittlu af rjómanum í pott, bætið súkkulaðinu saman við og hitið við vægan hita. Hrærið og bætið rjómanum smá saman  við. Berið fram með vanilluís og jarðberjum.

 

Frönsk súkkulaðikaka með jarðaberjum

 

200 gr. smjör

200 gr. suðusúkkulaði

4 egg

2 dl. sykur

2 dl. hveiti

heslihnetur eftir smekk

 

Bræðið saman smjör og súkkulaði við lágan hita. Þeytið egg og sykur vel eða þar

til blandan verður létt og ljós.Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við

eggjablönduna. Hrærið því næst hveitinu og heslihnetunum saman við. Setjið í 22 cm.

form með lausum botni, klætt með smjörpappír og bakið við 175C í 40-45 mín. Smyrjið

kreminu yfir kökuna og skreytið með jarðaberjum.

 

Krem

 

150 gr. suðusúkkulaði

75 gr. smjör

2 msk. síróp

½-1 askja fersk jarðaber

 

Bræðið saman suðusúkkulaði, smjör og síróp. Látið kólna örlíið áður en

kreminu er smurt á kökuna. Skreytið með ferskum jarðaberjum og berið fram.